Fyrsta húsnæði Héðins var í Aðalstræti 6 í húsi sem var byggt árið 1895. Við Aðalstræti reis fyrsta iðnaðarhverfi Reykjavíkur. Í fyrstu var gatan kölluð Hovedgaden, síðar Adelsgaden, þá Klubsgaden en árið 1848 fékk gatan heitið Aðalstræti. Þessi mynd er tekin árið 1942. Ljósmynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur.

Húsnæði og mannahald

Fyrsta húsnæði Héðins var á 60 fermetrum í miðbæ Reykjavíkur en nú eru höfuðstöðvarnar á 7.000 fermetrum í Hafnarfirði

Húsnæði Héðins hefur tekið miklum breytingum í áranna rás. Vélsmiðjan hafði í upphafi um 60 fermetra gólfflöt við Aðalstræti 6b ári 1922, en 20 árum síðar, 1942, var smiðjan komin á 489 fermetra við Seljaveg 2. Og þeir urðu enn þá fleiri þegar hið síðar sögufræga Héðinshús reis á lóðinni.
Héðinshúsinu var skipt i deildir eftir verkefnum: Rennismiðju, koparsmiðju, rafsuðu, vélvirkjun, kælilagnir og fleiru. Nyrsti hluti byggingarinnar (turnbyggingin) var hinsvegar hugsaður fyrir skrifstofur, teiknistofur og vélaafgreiðslu. Á því ári sem Héðinn varð þrítugur, 1952 hafði verksmiðjan til umráða 6.580 fermetra gólfflöt.

Hópmynd við höfuðstöðvar Héðins sem risu við Seljaveg 2. Byggingin hefur alla tíð verið kennd við fyrirtækið.

Þegar fram liðu stundir hentaði húsnæðið við Seljaveg ekki lengur starfseminni og hún var flutt árið 1989 í nýtt húsnæði að Stórási 6 í Garðabæ
Með áherslubreytingum á 21. öld jókst þörf Héðins aftur fyrir nýtt athafnasvæði. Var þá ákveðið að flytja höfuðstöðvar fyrirtækisins úr Garðabæ í Hafnarfjörð, en einnig rekur Héðinn þjónustuverkstæði á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit. Í febrúar árið 2009 var haldin vígsluhátíð í nýjum húsakynnum að Gjáhellu 4, Hafnarfirði, sem nú telur sjö þúsund fermetra á þrjátíu þúsund fermetra lóð.

Fastir starfsmenn og fjöldi undirverktaka

Flest varð starfsfólk Héðins 474 talsins árið 1948. Starfsmannafjöldinn hefur verið rokkandi eftir verkefnum en er nú í kringum eitt hundrað manns. Sá fjöldi segir reyndar einungis takmarkaða sögu, því Héðinn hefur samninga við margs konar undirverktaka og breyttar tækniforsendur og viðskipaumhverfi leiðir til allt annars konar mannahalds en áður.

Úr smiðju Héðins við Gjáhellu. Ljósmynd Páll Stefánsson.

Share This Post!

Sendu okkur línu

Fylltu út formið

Takk fyrir að hafa samband við Héðinn. Við munum hafa samband fljótlega.
Því miður kom upp villa þegar þú sendir skilaboðin. Vinsamlegast reyndu aftur síðar.