Eldsmíði er mikið sjónarspil.

Stofnun Héðins miðast við 1. nóvember 1922.

Héðinn er tækni- og stálsmíðafyrirtæki sem var stofnað árið 1922. Helstu viðskiptavinir eru íslensk og alþjóðleg sjávarútvegsfélög, fyrirtæki á sviði stóriðju, orkuframleiðslu og önnur starfsemi sem krefst smíði og viðhalds flókins vélbúnaðar.
Á hinum ýmsu tímabilum í sögu Héðins hefur fyrirtækið framleitt margs konar tól og tæki til nota fyrir atvinnulífið og heimili landsmanna. Segja má að öll þjóðin hafi haft not af Héðins-framleiðslu til sjávar og sveita.
Meðal þess sem fyrirtækið hefur framleitt eru: olíukynditæki fyrir verksmiðjur og íbúðarhús, húsgögn, þvottavélar, tannhjóla- og miðflóttaaflsdælur, lofthitarar, heyblásarar, veiðafæri og áhöld fyrir togara, hraðabreytar, loftræstibúnaður, löndunarkranar, snigildrif, vökvaknúin línuspil, vinnuhurðir, stálgrindahús, lyftur, stigar, vélar og vélarhlutar – og heilar verksmiðjur.

Share This Post!

Sendu okkur línu

Fylltu út formið

Takk fyrir að hafa samband við Héðinn. Við munum hafa samband fljótlega.
Því miður kom upp villa þegar þú sendir skilaboðin. Vinsamlegast reyndu aftur síðar.